Drónar – bylting í leit og björgun

Stórfróðleg umfjöllun um notkun dróna við leit og björgun var í Kastljósi RÚV þann 6. mars sl.

Gefið ykkur tíma til að horfa og hlusta, þetta er tæplega 9 mínútna innslag, umfjöllunin byrjar á tímanum 00:50 og endar í 09:38 í þættinum.

Ástusjóður afhenti í desember 2014 fyrstu drónana sem björgunarsveitir á Íslandi fengu til afnota. Hefur sjóðurinn síðan í góðu samráði við björgunarsveitirnar unnið að því að bæta drónabúnaðinn með nýjum drónum og nýjum búnaði sem bæta virkni þeirra. Frá upphafi hefur það verið áhersluatriði hjá sjóðnum að styrkja björgunarsveitirnar með nýrri tækni sem gerir leit að fólki við erfiðar aðstæður líklegri til árangurs.

(10.03.2017)