Hægt að styrkja Ástusjóð með því að heita á hlaupara

Hlauparar eru farnir að skrá sig í árlega Reykjavíkurmarathonið sem verður 22. ágúst n.k. Sem kunnugt er nýta margir hlauparar tækifærið og hlaupa fyrir ákveðið málefni. Nú þegar hafa nokkrir hlauparar ákveðið að hlaupa fyrir Ástusjóð. Hægt er að heita á Ástusjóðshlauparana á hlaupastyrkur.is

Minnum á að einnig er ávallt unnt að styrkja sjóðinn með millifærslu á reikning sjóðsins nr 301-13-302339 (banki-hb-reikningsnr) og kennitalan er 630714-0440

(25.07.2020)