Styrkur til Landsbjargar afhentur

Þann 26.september sl afhenti Ástusjóður styrk til Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að auka öryggi björgunarsveitarfólks að störfum. Styrkt voru kaup á björgunarvestum fyrir áhafnir björgunarskipa félagsins. Félagið er í átaki við að fjármagna nauðsynlegan öryggisbúnað fyrir sitt fólk. Björgunarvestin eru með staðsetningarbúnaði (AIS) sem eykur til muna öryggi áhafnanna.

Kristján Þór Harðarson frkvstj SL, Inga Þórsdóttir, Helga Hauksdóttir og Margrét Jóelsdóttir fulltrúar Ástusjóðs og Guðbrandur Örn Arnarson umsjón aðgerðarmála SL