Þann 26.september sl afhenti Ástusjóður styrk til Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að auka öryggi björgunarsveitarfólks að störfum. Styrkt voru kaup á björgunarvestum fyrir áhafnir björgunarskipa félagsins. Félagið er í átaki við að fjármagna nauðsynlegan öryggisbúnað fyrir sitt fólk. Björgunarvestin eru með staðsetningarbúnaði (AIS) sem eykur til muna öryggi áhafnanna.

