Verkefni á næstunni

Sjóðurinn vinnur áfram að því að bæta drónabúnað björgunarsveitanna í því skyni að auðvelda leit þar sem aðstæður eru erfiðar. Þetta verkefni er unnið í góðu samráði við sveitirnar. Næsta vetur er fyrirhugað málþing um lögfræðileg málefni. Styrktartónleikar sjóðsins eru síðan ráðgerðir á nálægt fæðingardegi Ástu, 20. nóvember.

Endanleg dagsetning tónleikanna liggur nú fyrir, þeir verða þriðjudagskvöldið 10. nóvember.

Minnt er á að hér á síðunni er hægt að panta kortapakka með fallegum kortum sem hæfa öllum tilefnum, einnig er í boði að send séu minningarkort.

(uppfært 21.09.2015)