Nú geturðu keypt pakka með jóla- og tækifæriskortum og styrkt Ástusjóð um leið. Fallegar ljósmyndir prýða kortin, sjá hér neðst. Kortin eru tvöföld, stærðin er A6, umslög fylgja. Um er að ræða fimm mismunandi kort. Tvær gerðir korta með vetrarmynd og jólakveðju inni í og þrjár gerðir tækifæriskorta án texta inni í.
Verð pakka með 10 kortum og umslögum er 1.800 krónur. Við bætist póstsendingarkostnaður til staða utan höfuðborgarsvæðisins.
Til að panta sendið tölvupóst á kort@astusjodur.is og takið fram hvort óskað er eftir jólakortum eða tækifæriskortum og hvert á að senda kortapakkann.
Greiðsla fyrir kortin óskast millifærð á sjóðinn, reikningsnúmer hans er 301-13-302339 og kennitalan er 630714-0440, blað með þessum upplýsingum mun fylgja kortasendingunni.
Kortin eru einnig seld í Kaffifélaginu, Skólavörðustíg 10 í Reykjavík.
Myndirnar á kortunum: