Björgunarsveitin Víkverji styrkt

Þann 29. ágúst 2024 afhenti Ástusjóður björgunarsveitinni Víkverja þrjár milljónir króna til kaupa á dokku og dróna. Dokkan gerir fjarstýringu dróna mögulega og þannig getur búnaðurinn staðsettur við Vík í Mýrdal nýst strax eftir útkall til að staðsetja fólk í hættu, til dæmis í Reynisfjöru.

Ástusjóður var stofnaður fyrir tíu árum til minningar um Ástu Stefánsdóttur sem lést af slysförum árið 2014. Styrkir sjóðsins hafa oftar en ekki verið til kaupa á drónum fyrir björgunarsveitir. Á stofnári sjóðsins voru drónar mikil nýjung við leit og björgun og hafa síðan sannað gildi sitt í vinnu björgunarsveitanna.

Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ástusjóðs
Styrkur afhentur Víkverja

(30.08.2024)