Ástusjóður styrkir nú kaup á nýjum dróna sem ætlaður er sérstaklega fyrir björgunarsveitir. Dróninn hefur myndavél og hitamyndavél, honum fylgir einnig ljóskastari, hátalari og neyðarblikkljós. Einnig er stór kostur að hægt er að pakka honum vel saman og geyma hann í bakpoka. Frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu: „Ég vil þakka ykkur sem standið á bak við Ástusjóð kærlega fyrir stuðninginn. Ég get sagt ykkur það að þeir styrkir (drónarnir) hafa nýst verulega vel í útköllum hingað til við leit að týndu fólki!”
Hlauparar eru farnir að skrá sig í árlega Reykjavíkurmarathonið sem verður 24. ágúst n.k. Sem kunnugt er nýta margir hlauparar tækifærið og hlaupa fyrir ákveðið málefni. Nú þegar hafa nokkrir hlauparar ákveðið að hlaupa fyrir Ástusjóð. Hægt er að heita á Ástusjóðshlauparana á hlaupastyrkur.is
Minnum á að einnig er ávallt unnt að styrkja sjóðinn með millifærslu á reikning sjóðsins nr 301-13-302339 (banki-hb-reikningsnr) og kennitalan er 630714-0440.
Dróni frá Ástusjóði nýttist nýverið til að finna þetta tjald, en þar voru tveir ferðamenn sem ekki fundu sjálfir leið til byggða.
(01.08.2019)