Styrktartónleikar Ástusjóðs fóru fram fyrir nánast fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu 10. nóvember sl. Samúel Jón Samúelsson Big band hóf tónleikana taktfastri tónlist, næstir stigu á svið úr hljómsveitinni Valdimar þeir Valdimar með sína flauelsrödd og Ásgeir sem lék listir sínar á gítarinn. Kraftmiklar konur úr Aurora og Vox feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og við píanóundirleik Svönu Víkingsdóttur fluttu síðan skemmtileg lög. Eftir hlé flutti kammerhópurinn Elektra Ensemble tónlist sem svo sannarlega gældi við hlustir tónleikagesta og lokaatriði tónleikanna var dásamlegur söngur Sigríðar Thorlacius við hljóðfæraleik þeirra Tómasar Einarssonar, Gunnars Gunnarsson og Kristófers Rodriguez Svönusonar. Listamönnunum öllum og öðrum sem gerðu þessa tónleika mögulega sem og öllum tónleikagestum eru færðar kærar þakkir fyrir góða kvöldstund.
(16.11.2015)