Tveir drónar afhentir 24. október 2015

Dronaafhending_24-10-2015Það var afar ánægjulegt að Ástusjóður gat afhent tvo nýja dróna á dögunum.

Drónar geta nýst vel við leit á stórum svæðum og við erfiðar aðstæður eins og í bröttum fjallshlíðum, á jöklum, í skerjum og gljúfrum og við ár og fljót. Hitamyndavélar gera kleift að greina manneskju (sem gefur frá sér hita) og geta nýst við leit í dagsbirtu og í myrkri. Notkun dróna getur minnkað áhættu við leit á hættulegum stöðum.

Ástusjóður hefur afhent björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunasveitinni á Hellu:

  • Fjóra dróna búna myndavélum og hitamyndavélum í lok ársins 2014, en það voru fyrstu drónar sem björgunarsveitir á Íslandi fengu til afnota.
  • Viðbótarútbúnað nokkrum mánuðum síðar.
  • Tvo Phantom-3 dróna af fullkomnustu gerð þann 24. október 2015. Sjá einnig Facebook síðu Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu 24. október og 29. október 2015.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa úr drónaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og Dagrenningar ásamt formönnum sveitana og fulltrúum Ástusjóðs.

(29.10.2015)