Styrktartónleikar 25. nóvember 2014

Frá tónleikunum

Frá tónleikunum

Styrktartónleikar Ástusjóðs voru haldnir í Austurbæ við Snorrabraut í Reykjavík þriðjudagskvöldið 25. nóvember 2014 kl. 20. Fram komu Svavar Knútur, Ragga Gröndal, hljómsveitin Árstíðir, Megas og Magga Stína og hljómsveitin Byzantine Silhouette (Skuggamyndir frá Býsans). Húsfyllir var á tónleikunum. Gerðu tónleikagestir góðan róm að frábærum flutningi listamannanna og klöppuðu og dönsuðu í lok tónleikanna undir eldfjörugri syrpu Byzantine Silhouette.

Umsjón með undirbúningi tónleikanna höfðu þær Edda Rún Ólafsdóttir og Margrét Jóelsdóttir. Kynnir kvöldsins var Ástbjörg Rut Jónsdóttir. Listamönnunum, tæknimönnum, sviðsmönnum og öllum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd eru færðar bestu þakkir.

Meðal fyrirtækja sem styrktu tónleikana eru: Hótel Hvolsvöllur, Stracta Hótel, Hótel Rangá, Hellishólar, Prentlausnir, Kaffifélagið, Reykjavík Roasters, Gleraugnaverslunin Sjáðu, 12 tónar, Sólon, Gray Line og Kökugerð HP. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur í Ástusjóð sem á næstunni afhendir björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu hvorri um sig tvo dróna (flygildi) sem vonast er til að auðveldi og opni nýja möguleika  við leit að fólki við erfiðar aðstæður.

tonleikar_25nov2014

 

 

 

 

 

 

(uppfært 25.11.2014)