Category Archives: Uncategorized

Ástusjóður stofnaður

Ástusjóður verður stofnaður 25. júlí 2014 til minningar um Ástu Stefánsdóttur 35 ára lögfræðing í Reykjavík sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þriðjudaginn 15. júlí.  Sjóðnum  er ætlað að vinna að hugðarefnum Ástu og styrkja Landsbjörgu og björgunarsveitirnar um hinar dreifðu byggðir landsins. Hugðarefni Ástu innan lögfræðinnar voru umhverfisréttur,  refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Hún hafði brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum. Gönguferðir og hollt líferni voru henni eðlislæg en hún greindist 25 ára með MS sjúkdóm sem vel tókst að meðhöndla – fyrir það var hún afar þakklát. Ásta lést af slysförum í íslenskri náttúru langt um aldur fram. Vinir hennar stofna Ástusjóð svo að áfram megi vinna að því sem var henni svo hugleikið og styrkja björgunarsveitirnar í þeirra óeigingjarna starfi. Vinir og fjölskylda Ástu vilja einnig með sjóðnum koma á framfæri ævarandi þakklæti vegna starfa björgunarsveita og lögreglu eftir hvarf hennar.

FREKARI UPPLÝSINGAR KOMA HÉR INN Á NÆSTU DÖGUM

(21.07.2014)