Author Archives: astuadmin

Heita á hlaupara og styrkja með því Ástusjóð

Reykjavíkurmaraþonið (einnig styttri vegalengdir í boði) verður 24. ágúst 2024. Á hlaupastyrkur.is má sjá hvaða hlauparar hlaupa fyrir Ástusjóð og þarna er hægt að heita á hlaupara og styrkja þannig sjóðinn.

Minnum einnig á að ávallt er unnt að styrkja sjóðinn með millifærslu á reikning sjóðsins nr 301-13-302339 (banki-hb-reikningsnr) og kennitalan er 630714-0440.

(02.07.2024)

Ástusjóður styrkir björgunarsveit Seyðisfjarðar

Á tímum náttúruhamfara, líkt og þeim sem Seyðfirðingar hafa nú þurft að þola, hafa björgunarsveitirnar gengt lykilhlutverki við björgun og að tryggja öryggi. Mjög mæðir því nú á björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði. Í ljósi þessarar stöðu hefur Ástusjóður nú styrkt björgunasveitina um 500.000 krónur.

(21.12.2020)

Jólakort 2019

Hægt er að panta jólakort Ástusjóðs með því að senda tölvupóst á netfangið kort@astusjodur.is

Kortin eru saman 10 pakka með umslögum og verður þeim komið til áhugasamra með fljótasta mögulega hætti. Verð kortapakka er 2.300 kr. Framlag fyrir pöntuð kort óskast millifært á sjóðinn, reikningsnúmer hans er 301-13-302339 og kennitalan er 630714-0440

(14.12.2019)

Myndirnar á jólakortunum:

Jólakort
Jólakort
Jólakort

Listaverk

Ástusjóði hefur borist góð gjöf, – listaverk frá Valgarði Gunnarssyni myndlistarmanni. Þema myndarinnar er fyrsti kaffibollinn að morgni dags. Stærð myndarinnar er 29 x 38 cm, og með rammanum 44 x 52 cm. Hugmynd Valgarðs er að myndin verði seld og að hagnaðurinn renni í Ástusjóð. Verð 80 – 100 þús kr.

Áhugasamir hafi samband á netfangið kort@astusjodur.is Myndin er þegar seld. Takk innilega fyrir áhugann.

(14. 12.2019, uppfært 22.12.2019)

Nýr dróni afhentur

Fulltrúar Ástusjóðs afhentu í vikunni Flugbjörgunarsveitinni á Hellu nýjan dróna útbúinn hitamyndavél, leitarljósum og hátalara. Dróninn mun koma sveitinni að notum í sínum mikilvægu störfum.

Ástusjóður þakkar öllum sem studdu sjóðinn með því að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst sl og þeim sem studdu og styðja sjóðinn með öðrum hætti. Sá stuðningur gerir þetta kleift.

Dróni afhentur sept 2019 (mynd 1)
Dróni afhentur sept 2019 (mynd 2)

(23.09.2019)

Nýr dróni fyrir björgunarsveit – heita á hlaupara og styrkja málefni Ástusjóðs um leið

Ástusjóður styrkir nú kaup á nýjum dróna sem ætlaður er sérstaklega fyrir björgunarsveitir. Dróninn hefur myndavél og hitamyndavél, honum fylgir einnig ljóskastari, hátalari og neyðarblikkljós. Einnig er stór kostur að hægt er að pakka honum vel saman og geyma hann í bakpoka. Frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu: „Ég vil þakka ykkur sem standið á bak við Ástusjóð kærlega fyrir stuðninginn. Ég get sagt ykkur það að þeir styrkir (drónarnir) hafa nýst verulega vel í útköllum hingað til við leit að týndu fólki!”

Hlauparar eru farnir að skrá sig í árlega Reykjavíkurmarathonið sem verður 24. ágúst n.k. Sem kunnugt er nýta margir hlauparar tækifærið og hlaupa fyrir ákveðið málefni. Nú þegar hafa nokkrir hlauparar ákveðið að hlaupa fyrir Ástusjóð. Hægt er að heita á Ástusjóðshlauparana á hlaupastyrkur.is

Minnum á að einnig er ávallt unnt að styrkja sjóðinn með millifærslu á reikning sjóðsins nr 301-13-302339 (banki-hb-reikningsnr) og kennitalan er 630714-0440.

Dróni frá Ástusjóði nýttist nýverið til að finna þetta tjald, en þar voru tveir ferðamenn sem ekki fundu sjálfir leið til byggða.

Mynd birt með leyfi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu

(01.08.2019)

Jólakort Ástusjóðs 2018 fást í Bóksölu stúdenta

Ný Jólakort Ástusjóðs (2018) eru komin úr prentun. Þau eru seld í Bóksölu Stúdenta á Háskólatorgi. Verð á 10 pakka korta með umslögum er 1.990 kr.

Einnig er hægt að panta kort með því að senda tölvupóst á kort@astusjodur.is og taka fram hvert á að senda kortapakkann. Verð pakka með 10 kortum og umslögum er 2.300 krónur og er þá sendingarkostnaður innifalinn. Framlag fyrir pöntuð kort óskast millifært á sjóðinn, reikningsnúmer hans er 301-13-302339 og kennitalan er 630714-0440, blað með þessum upplýsingum mun fylgja kortasendingunni.

(11.12.2018)

Myndirnar á jólakortunum:

Jólakort

Jólakort

Jólakort

Styrkveiting úr Ástusjóði

Ástusjóður afhenti styrk þann 5.janúar sl. til vinnu við verkið “Umhverfis- og auðlindaréttur – heildarrit”. Styrkurinn mun gera Aðalheiði Jóhannsdóttur prófessor við Lagadeild HÍ kleift að ráða nemanda í lögfræði sér til aðstoðar við útgáfu þessa mikilvæga rits og jafnframt veita nemanda möguleika til að kynnast málefninu og vinnu að fræðastörfum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ástusjóður veitir styrk til verkefna sem tilheyra hugðarefnum Ástu, styrkir sjóðsins fram að þessu hafa alfarið runnið til björgunarsveita til drónavæðingar þeirra. En tilgangur sjóðsins er einmitt að vinna að hugðarefnum Ástu auk þess að styrkja Landsbjörgu og björgunarsveitirnar um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessi hugðarefni voru einkum umhverfisréttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Ásta hafði jafnframt brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum.

(19.01.2018)

©Kristinn Ingvarsson

 

 

 

Jólakveðja frá Ástusjóði

Ástusjóður þakkar öllum sem studdu sjóðinn á árinu með kaupum á jólakortum, minningarkortum og tækifæriskortum, þeim sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir sjóðinn og þeim sem hétu á hlauparana. Síðast en ekki síst er þeim þakkað sem styrktu sjóðinn með beinum framlögum. Innilegar þakkir öll. Framlögin gera sjóðnum kleift að vinna áfram að stefnumálum sjóðsins sem lesa má um hér á síðunni.

Gleðileg jól.

(24.12.2017)