Nýr dróni afhentur

Fulltrúar Ástusjóðs afhentu í vikunni Flugbjörgunarsveitinni á Hellu nýjan dróna útbúinn hitamyndavél, leitarljósum og hátalara. Dróninn mun koma sveitinni að notum í sínum mikilvægu störfum.

Ástusjóður þakkar öllum sem studdu sjóðinn með því að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst sl og þeim sem studdu og styðja sjóðinn með öðrum hætti. Sá stuðningur gerir þetta kleift.

Dróni afhentur sept 2019 (mynd 1)
Dróni afhentur sept 2019 (mynd 2)

(23.09.2019)