Ástusjóður

Ástusjóður var stofnaður 25. júlí 2014 til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum sumarið 2014 í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð. Sjóðurinn styrkir Landsbjörgu og björgunarsveitirnar um hinar dreifðu byggðir landsins og vinnur að hugðarefnum Ástu sem innan lögfræðinnar voru einkum umhverfisréttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Hún hafði jafnframt brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum. Vinir hennar vilja með sjóðnum minnast Ástu og láta í ljós ævarandi þakklæti sitt og fjölskyldu hennar vegna starfa björgunarsveita og lögreglu eftir slysið við leitina að Ástu.

Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er bent á að reikningsnúmer hans er 301-13-302339 og kennitalan er 630714-0440.

Um sjóðinn.

Ástusjóður hefur afhent björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunasveitinni á Hellu:

  • Fjóra dróna búna myndavélum og hitamyndavélum í lok ársins 2014, en það voru fyrstu drónar sem björgunarsveitir á Íslandi fengu til afnota.
  • Viðbótarútbúnað nokkrum mánuðum síðar.
  • Tvo Phantom-3 dróna af nýrri gerð þann 24. október 2015.
  • Tvo nýja Phantom-4 dróna með myndavélum og hitamyndavélum með nýrri gerð stýribúnaðar þann 29. desember 2016.

Sjóðurinn styrkti árið 2018 vinnu við verkið Umhverfis- og auðlindaréttur – heildarrit, sjá frétt um það hér á síðunni.

Árið 2019 var aftur komið að björgunarsveitunum. Sjá Nýr dróni afhentur

Desember 2020. Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði styrkt, sjá frétt um það hér á síðunni.