Heitið á hlaupara fyrir Ástusjóð

Eftir samráð við Landsbjörgu ákvað stjórn Ástusjóðs að útvega dokku með dróna sem hægt er að fjarstýra af stað þegar á þarf að halda. Mjög gagnlegt er að hafa slíkan búnað þar sem mikið er að gera og kanna þarf aðstæður um leið og tilkynning um slys berst. Stjórn sjóðsins var bent á þörf Björgunarsveitarinnar Víkverja vegna aðstæðna við Reynisfjöru sem eru mjög erfiðar. „Þarna myndi dokka og dróninn nýtast strax eftir útkall til að staðfesta tilkynningu um hættu, staðsetja fólk í sjónum eða fólk í sjálfheldu í klettum við Reynisfjöru.”

Á hlaupastyrkur.is er hægt að heita á hlaupara og styrkja þannig sjóðinn fyrir þetta verkefni.

Minnum einnig á að unnt að styrkja sjóðinn með millifærslu á reikning sjóðsins nr 301-13-302339 (banki-hb-reikningsnr) og kennitalan er 630714-0440.

(10.08.2024)