Drónar fyrir björgunarsveitir

Drónar eða flygildi sem flogið er mannlausum hafa verið pantaðir fyrir björgunarsveitirnar Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitina á Hellu og munu koma til landsins á næstu vikum.  Flygildin voru valin í samráði við björgunarsveitirnar. Hér er um framtíðartækni að ræða sem opnar björgunarsveitunum nýja möguleika með leit að fólki úr lofti. Flygildi munu geta reynst ómetanleg hjálpartæki við leitir við erfiðar aðstæður, en þekking og tækni til leitar við slíkar aðstæður eru áherslumál sjóðsins.
Stefnt er að afhendingu  flygildanna snemma í nóvember.

(18.10.2014)