Verkefni sjóðsins 2014-2015

Ástusjóði bárust í byrjun ágúst eftirfarandi tillögur að verkefnum sjóðsins 2014 – 2015:

  • Kaup á flygildum eða drónum sem opna björgunarsveitunum nýja möguleika á að leita að fólki úr lofti. Flygildi geta reynst ómetanleg hjálpartæki við leitir við erfiðar aðstæður. Yrðu afhent björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Tækin hafa nú verið valin í samráði við björgunarsveitirnar, pöntun er í vinnslu hjá framleiðanda/sölulaðila (okt 2014).
  • Tónleikar til styrktar Ástusjóði. Tónleikarnir verða 25. nóvember í Austubæ við Snorrabraut. Miðasala verður á midi.is, hjá Kaffifélaginu Skólavörðustíg 10 og hjá gleraugnaversluninni Sjáðu Hverfisgötu 52.
  • Tækifæriskort og jólakort. Nú þegar er boðið upp á að styrkja sjóðinn með minningarkortum. Verkefnið er í vinnslu.
  • Aðgerðir til að sporna gegn slysum í náttúrunni, umræða veturinn 2014 – 2015.
  • Málþing um mikilvæg lögfræðileg málefni veturinn 2014 – 2015.

(10.08.2014 – uppfært 21.10.2014)