Viðbótarbúnaður fyrir dróna

Ástusjóður heldur áfram að styðja björgunarsveitirnar við að þróa aðferðir sínar til leitar að fólki þar sem aðstæður eru erfiðar. Í samráði við sveitinar sem sjóðurinn afhenti fjóra dróna í lok síðasta árs hefur verið pantaður viðbótarbúnaður. Um er að ræða vararafhleðslu, töskur til að verja drónana hnjaski við flutning og tæki sem auðvelda markvissa stýringu drónanna. Aðstandendur sjóðsins eru þakklátir fyrir þann áhuga sem björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu sýna þessu verkefni.

(26.01.2015)